Stefán þriðji í tugþraut öldunga

Stefán Hallgrímsson (t.h.) með verðlaunapeninginn.
Stefán Hallgrímsson (t.h.) með verðlaunapeninginn. Ljósmynd/Sigrún Magnúsdóttir

FH-ingurinn Stefán Hallgrímsson varð þriðji í tugþraut öldunga á heimsmótinu sem haldið er í Malaga á Spáni. Efstur varð Geoff Shaw frá Ástralíu og annar var Voldemar Kangilaski frá Eistlandi.

Stefán hefur unnið til fjölda verðlauna og varð hann heimsmeistari í tugþraut í flokki 60-64 ára árið 2009. Einnig hefur hann orðið Evrópumeistari nokkrum sinnum og þá á Stefán Evrópumetið í greininni hjá keppendum 55 ára og eldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert