Sara og Nicolo í 10. sæti í Kína

Sara Rós og Nicolo hafa verið danspar síðustu þrjú ár.
Sara Rós og Nicolo hafa verið danspar síðustu þrjú ár.

Fulltrúar Íslands voru á meðal tíu bestu paranna í heimsbikarkeppninni í sígildum dönsum í Chengdu í Kína um helgina.

Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi, margfaldir meistarar hér á landi, kepptu á mótinu en aðeins eitt par frá hverju landi hefur keppnisrétt á því. Þau hafa dansað saman í þrjú ár samkvæmt fréttatilkynningu dansíþróttasambandsins.

Sara Rós og Nicolo kepptu svo á heimsbikarmótinu í suður-amerískum dönsum í gær og enduðu í 15. sæti.

mbl.is