Svaraði vonbrigðum með nýju heimsmeti

Kevin Mayer fagnar heimsmeti sínu í dag.
Kevin Mayer fagnar heimsmeti sínu í dag. AFP

Frakkinn Kevin Mayer setti í dag nýtt heimsmet í tugþrautarkeppni karla þegar hann bar sigur úr býtum á móti í Talance í Frakklandi. Mayer fékk alls 9.126 sig og bætti met Ashton Eaton frá Bandaríkjunum um 81 stig.

Svo merkilega vill til að Mayer hefði sennilega ekki slegið metið í dag ef hann hefði náð sér á strik á Evrópumótinu í Berlín í síðasta mánuði. Þá náði hann engu gildu stökki í langstökki en vildi klára tímabilið á jákvæðan hátt og tók þess vegna þátt í þessu móti í dag. Og það skilaði sér svo sannarlega.

Eftir fyrri keppnisdaginn í gær virtist lítið vera í pípunum um að heimsmet væri í vændum. Mayer var þá 140 stigum frá því sem Eaton hafði verið þegar hann setti heimsmet með 9.045 stigum fyrir þremur árum. Frábær frammistaða hans í dag skilaði hins vegar þessum árangri.

Eaton var í sérflokki í tugþraut á sínum tíma, en hann setti fyrst heimsmet árið 2012 og sló þá met sem staðið hafði í níu ár. Hann bætti það svo aftur fyrir þremur árum en hefur nú misst titilinn til Mayer.

Þetta er annað heimsmetið sem sett er í frjálsum íþróttum í dag en eins og mbl.is sagði frá í morgun var heimsmett sett í maraþonhlaupi karla í Berlín:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert