Landslið Íslands fyrir EM tilkynnt

Kvennalið Íslands í hópfimleikum á EM 2018.
Kvennalið Íslands í hópfimleikum á EM 2018. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið landslið fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2018. Mótið fer fram í Portúgal í október.

Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar í byrjun verkefnisins og þar af komust 110 iðkendur í úrvalshópa frá átta mismunandi félögum. 69 iðkendur skipuðu landsliðshópa og hafa nú verið valdir 48 iðkendur sem mynda landslið Íslands frá fjórum félögum. Ísland sendir fjögur tólf manna lið til keppni; kvennalið, blandað lið fullorðinna, stúlknalið og blandað lið unglinga. 

Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar  tveimur Evrópumeistaratitlum.

Evrópumótið verður haldið í Odivelas í Portúgal dagana 17. - 20. október.

Landsliðshóparnir eru þannig skipaðir, en þeir eru jafnframt kynntir á myndrænan hátt á heimasíðu Fimleikasambandsins.

Kvennalið:

Andrea Sif Pétursdóttir

Stjarnan

Ásta Kristinsdóttir

Fjölnir

Guðrún Georgsdóttir

Stjarnan

Hekla Mist Valgeirsdóttir

Stjarnan

Karitas Inga Jónsdóttir

Gerpla

Kolbrún Þöll Þorradóttir

Stjarnan

Margrét Lúðvígsdóttir

Gerpla

Norma Dögg Róbertsdóttir

Stjarnan

Sólveig Ásta Bergsdóttir

Gerpla

Tinna Ólafsdóttir

Stjarnan

Valgerður Sigfinnsdóttir

Gerpla

Þórey Ásgeirsdóttir

Stjarnan

Þjálfarar: Ásta Þyrí Emilsdóttir, Bjarni Gíslason og Karen Sif Viktorsdóttir

Blandað lið fullorðinna á EM í hópfimleikum.
Blandað lið fullorðinna á EM í hópfimleikum. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Blandað lið fullorðinna:

Andrea Rós Jónsdóttir

Stjarnan

Anna María Steingrímsdóttir

Stjarnan

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stjarnan

Hrafnhildur Magney Gunnarsdóttir

Stjarnan

Marín Elvarsdóttir

Stjarnan

Valdís Ellen Kristjánsdóttir

Stjarnan

Alexander Sigurðsson

Gerpla

Einar Ingi Eyþórsson

Stjarnan

Eysteinn Máni Oddsson

Gerpla

Guðmundur Kári Þorgrímsson

Stjarnan

Helgi Laxdal Aðalgeirsson

Stjarnan

Logi Örn Axel Ingvarsson

Stjarnan

Þjálfarar: Inga Valdís Tómasdóttir, Magnús Óli Sigurðsson og Tanja Birgisdóttir

Stúlknalið Íslands á EM í hópfimleikum 2018.
Stúlknalið Íslands á EM í hópfimleikum 2018. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Stúlknalið:

Adela Björt Birkisdóttir

Gerpla

Birta Ósk Þórðardóttir

Gerpla

Bryndís Guðnadóttir

Gerpla

Dagbjört Bjarnadóttir

Stjarnan

Halla Sóley Jónasdóttir

Stjarnan

Harpa Jóhannsdóttir

Stjarnan

Hekla Björt Birkisdóttir

Stjarnan

Helena Clausen Heiðmundsdóttir

Stjarnan

Helga María Hjaltadóttir

Gerpla

Hildur Clausen Heiðmundsdóttir

Stjarnan

Kristín Sara Stefánsdóttir

Fjölnir

Laufey Ingadóttir

Stjarnan

Þjálfarar: Katrín Pétursdóttir, Jónas Valgeirsson og Þorgeir Ívarsson.

Blandað lið unglinga á EM í hópfimleikum 2018.
Blandað lið unglinga á EM í hópfimleikum 2018. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Blandað lið unglinga:

Aníta Lív Þórisdóttir

Fjölnir

Birta Sif Sævarsdóttir

Selfoss

Edda Berglind Björnsdóttir

Gerpla

Guðrún Edda Sigurðardóttir

Gerpla

Rósa Elísabet Markúsdóttir

Stjarnan

Sólveig Rut Þórarinsdóttir

Gerpla

Halldór Hafliðason

Stjarnan

Ingvar Daði Þórisson

Stjarnan

Júlían Máni Rakelarson

Stjarnan

Stefán Ísak Stefánsson

Stjarnan

Þorbjörn Bragi Jónsson

Stjarnan

Örn Frosti Katrínarson

Stjarnan

Þjálfarar: Björk Guðmundsdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson og Þórarinn Reynir Valgeirsson.

Þjálfarar Íslands á EM í hópfimleikum 2018.
Þjálfarar Íslands á EM í hópfimleikum 2018. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
mbl.is