Keppa á HM í júdó í Baku

Fv. Jón Þór Þórarinsson, Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura.
Fv. Jón Þór Þórarinsson, Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura. Ljósmynd/Júdósamband Íslands

Júdókapparnir Sveinbjörn Iura og Egill Blöndal ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Þórarinssyni verða mættir til Baku í Aserbaídsjan í kvöld en þar verða þeir fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í júdó.

Sveinbjörn keppir í -81 kg. flokki og mætir keppenda frá Kongó í fyrstu umferðinni. Sveinbjörn keppir á sunnudaginn. Egill keppir á mánudaginn og mætir mótherja frá Pakistan í -90 flokki. Keppni á HM í júdó hefst klukkan 10 að morgni að staðartíma alla keppnisdagana en þá er klukkan 6 að morgni að íslenskum tíma.

Þeir sem hafa aðgang að Eurosport geta fylgst þar með keppninni í beinni útsendingu en einnig verður hægt að sjá hana í beinni útsendingu á netinu og er keppnisröðin hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert