Íslendingarnir á heimleið frá Spáni

Magnús Jóhann Hjartarson og Magnús Gauti Úlfarsson.
Magnús Jóhann Hjartarson og Magnús Gauti Úlfarsson. Ljósmynd/Borðtennissamband Íslands

Tveir Íslendingar tóku þátt á Evrópumótinu í einstaklingskeppni í borðtennis sem fram fer á Alicante á Spáni, dagana 18.-23. september. Magnús Jóhann Hjartarson, 20 ára, og Magnús Gauti Úlfarsson, 18 ára, kepptu báðir í einliðaleik, tvíliðaleik og þá keppti Magnús Jóhann í tvenndarleik með norsku stúlkunni Rebekku Carlsen. 

Íslendingar voru báðir í sterkum riðlum í einliðaleik karla en alls keppa 122 sterkustu borðtennismenn Evrópu á mótinu. Þeim tókst ekki að komast upp úr sínum riðlum, þrátt fyrir agaðan og þéttan borðtennis eins og segir í tilkynningu frá borðtennissambandi Íslands.

Brot af því besta frá íslensku keppendunum á mótinu má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert