Sex Íslendingar keppa í Svíþjóð

Úlfur Böðvarsson, Grímur Ívarsson, Kjartan Hreiðarsson, Oddur Kjartansson og Hákon …
Úlfur Böðvarsson, Grímur Ívarsson, Kjartan Hreiðarsson, Oddur Kjartansson og Hákon Garðarsson taka þátt á opna sænska mótinu í júdó. Ljósmynd/Júdósamband Íslands

Sex íslenskir keppendur verða á meðal þátttakenda á Opna sænska, cadett og junior mótinu í júdó, sem haldið er á morgun í Haninge í Svíþjóð. Keppendur U21 árs landsliðs Ísland verða þeir Árni Lund í -81 kg flokki, Grímur Ívarsson í -90 kg flokki, Oddur Kjartansson í -73 kg flokki og Úlfur Böðvarsson í -90 kg flokki.

Í U18 ára landsliði Íslands keppa þeir  Hákon Garðarsson og Kjartan Hreiðarsson, báðir í -73 kg flokki. Hermann Unnarsson, landsliðsþjálfari yngri landsliða, mun ferðast með strákunum til Svíþjóðar en alls taka rúmlega 220 keppendur frá sex þjóðum þátt í mótinu í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert