„Misstum ekki taktinn“

Guðmundur Júlíusson, Árni Arnarson, Brynjar Jónasson og Leifur Andri Leifsson ...
Guðmundur Júlíusson, Árni Arnarson, Brynjar Jónasson og Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK fagna ásamt ungum stuðningsmönnum eftir sigurinn á ÍR þegar sæti í úrvalsdeildinni var endanlega í höfn. mbl.is/Árni Sæberg

„HK er í dag að vaxa mjög mikið og í yngri flokkunum eru margir iðkendur. Ég tel að HK eigi klárlega að vera með lið sem festir sig í sessi í efstu deild,“ segir Ásgeir Marteinsson, leikmaður HK sem í dag getur tryggt sér sigur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu með því að vinna Hauka í lokaumferðinni.

HK-ingar hafa þegar tryggt sér sæti í efstu deild með frábærri leiktíð, en liðið hefur aðeins tapað einum af 21 leik í sumar og fengið á sig 11 mörk, færri en nokkurt lið hefur gert síðan deildin varð tólf liða árið 2007. Það sama ár lék HK einmitt í fyrsta sinn í sögunni í úrvalsdeild, og hélt sér uppi.

Eftir fallið 2008 hefur liðið meðal annars leikið tvær leiktíðir í 2. deild, en rétt vel úr kútnum síðan þá. Á seinni hluta síðustu leiktíðar, undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar, vann HK 10 af 11 leikjum, og með Brynjar Björn Gunnarsson í brúnni, einnig í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari, hafa HK-ingar haldið áfram á sömu siglingu.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað ítarlega um HK og ÍA sem hafa  tryggt sér sæti í efstu deild karla fyrir næsta tímabil.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »