Íslendingar náðu í gull og brons

Úlfur Böðvarsson og Árni Lund.
Úlfur Böðvarsson og Árni Lund. Ljósmynd/Júdósamband Íslands

Úlfur Böðvarsson bar sigur úr býtum í 90 kg flokki á Opna sænska meistaramóti 21 árs og yngri í júdó. Sigurinn var öruggur hjá Úlfi og lagði hann alla andstæðinga sína á ippon, þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli í öxl. Úlfur fékk svo verðlaun fyrir besta ippon-kast dagsins. 

Árni Lund varð þriðji í 81 kg flokki. Árni tapaði fyrsta bardaga naumlega en fékk uppreisnarglímu og gerði þá engin mistök og vann næstu þrjár glímur öruggt, allar á ippon og tók bronsið.

Grímur Ívarsson keppti í 90 kg flokki og hafnaði í fimmta sæti. Oddur Kjartansson keppti í -73 kg flokki og tapaði báðum glímum sínum. Hákon Garðarsson og Kjartan Hreiðarsson tóku þátt í U18 flokki, þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára og féllu þeir báðir úr leik gegn eldri keppendum í fyrstu umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert