Pabbinn á ekki að refsa Khabib harkalega

Vladimir Pútín ræddi við Khabib Nurmagomedov og föður hans Abdulmanap …
Vladimir Pútín ræddi við Khabib Nurmagomedov og föður hans Abdulmanap í dag. AFP

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hitti bardagakappann Khabib Nur­magomedov í dag en sá hafði betur gegn Con­or McGreg­or í einum stærsta UFC-bardaga sögunnar aðfaranótt sunnudags. Pútín segir að Nur­magomedov eigi ekki skilið harða refsingu vegna átaka í kjölfar bardagans.

Nur­magomedov mun halda titlinum fyrir sigurinn en hefur ekki fengið verðlaunafé eftir bardagann. Framtíð hans í UFC er í uppnámi en Dana White, forseti UFC, sagði á blaðamannafundi eftir bardagann að Nur­magomedov eigi yfir höfði sér langt keppnisbann.

Ástæða þess er að eftir bardagann hellti Rúss­inn sér yfir and­stæðing sinn áður en hann stökk yfir girðingu bar­daga­búrs­ins til að ráðast að Dillon Dan­is, æf­inga­fé­laga McGreg­or, en sá sendi Rúss­an­um nokk­ur vel val­in orð.

Meðan á þessu öllu stóð og ótal ör­ygg­is­verðir og lög­regluþjónar reyndu að stía þeim Nur­magomedov og Dan­is í sund­ur ákváðu tveir liðsfé­lag­ar Rúss­ans að ráðast að McGreg­or aft­an frá en þá mátti sjá kýla Írann sem reyndi að verja sig, ný­bú­inn að tapa bar­dag­an­um um titil­inn.

Þrátt fyrir það fékk hann höfðinglegar móttökur við komuna til Rússlands og sagði að McGregor væri „kjáni“.

Pútín ræddi stuttlega við Nur­magomedov um framgöngu hans eftir bardagann en sagði að allir Rússar myndu bregðast illa við árásum. Mik­il illindi hafa verið milli þess­ara bar­dagakappa und­an­far­in miss­eri eða allt frá því að McGreg­or kastaði kerru úr járni í gegn­um glugg­ann á liðsrútu Nur­magomedov. McGreg­or var í kjöl­farið hand­tek­inn og dæmd­ur til þess að sinna sam­fé­lagsþjón­ustu í fimm daga.

„Ég mun biðja pabba þinn um að refsa þér ekki harkalega,“ sagði Pútín. Forsetinn bætti við að sigur Nur­magomedov hafi verið sanngjarn.

Sjálfur sagði Nur­magomedov að hann sæi ekki eftir því sem gerðist eftir bardagann. Hann hafi einfaldlega brugðist við ögrunum og mikilli vanvirðingu af hálfu andstæðingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert