Fá Svíar leikana 2026?

Svíar sækjast eftir því að fá að halda Vetrarólympíuleikana árið 2026. Þrjár þjóðir hafa formlega sótt um að halda leikana en næstu leikar árið 2022 verða í Peking í Kína.

Svíar hafa aldrei haldið Vetrarólympíuleika og bjóðast til að halda leikana í höfuðborginni Stokkhólmi en fá þó verðuga samkeppni. Kanada sækist einnig eftir því að halda leikana í Calgary en þar fóru leikarnir fram árið 1988. Ítalir bjóðast auk þess til að halda leikana í Mílanó og Cortina d'Ampezzo, suðurhluta Alpanna. Þar fóru leikarnir fram árið 1956.

Gert verður ljóst hver fær að halda leikana hinn 23. júní en fulltrúar frá Alþjóðaólympíunefndinni munu heimsækja þjóðirnar í mars og apríl á næsta ári. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, segist afar ánægður með umsækjendurna.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »