Fá Svíar leikana 2026?

Svíar sækjast eftir því að fá að halda Vetrarólympíuleikana árið 2026. Þrjár þjóðir hafa formlega sótt um að halda leikana en næstu leikar árið 2022 verða í Peking í Kína.

Svíar hafa aldrei haldið Vetrarólympíuleika og bjóðast til að halda leikana í höfuðborginni Stokkhólmi en fá þó verðuga samkeppni. Kanada sækist einnig eftir því að halda leikana í Calgary en þar fóru leikarnir fram árið 1988. Ítalir bjóðast auk þess til að halda leikana í Mílanó og Cortina d'Ampezzo, suðurhluta Alpanna. Þar fóru leikarnir fram árið 1956.

Gert verður ljóst hver fær að halda leikana hinn 23. júní en fulltrúar frá Alþjóðaólympíunefndinni munu heimsækja þjóðirnar í mars og apríl á næsta ári. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, segist afar ánægður með umsækjendurna.