Brynjólfur komst ekki áfram í Argentínu

Brynjólfur Óli Karlsson.
Brynjólfur Óli Karlsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brynjólfur Óli Karlsson er úr leik í 200 metra baksundi á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir eru í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Brynjólfur synti á 2:11,33 mínútum í undanrásum í dag og var áttundi og neðstur í sínum riðli. 

Rússinn Kliment Kolenikov var með besta tímann í undanrásum, 1:59,86 mínútu, og var hann sá eini sem synti undir tveimur mínútum. Rúmeninn Cristian Martin kom þar á eftir á 2:00,15 mínútum. 

mbl.is