Íslenskt skylmingafólk gerði það gott

Karlalandsliðið vann til gullverðlauna á opna Norðurlandamótinu.
Karlalandsliðið vann til gullverðlauna á opna Norðurlandamótinu. Ljósmynd/Skylmingasamband Íslands

Um nýliðna helgi var haldið opna Norðurlandameistaramótið í skylmingum með höggsverði í Lundi í Svíþjóð. Keppendur voru yfir 100 frá 11 þjóðum og er þetta eitt fjölmennasta og sterkasta opna Norðurlandameistaramót frá upphafi en 13 íslenskir keppendur tóku þátt í hinum ýmsu flokkum. 

Íslenska skylmingafólkið vann til margra verðlauna en það vann fjögur gull, tvö silfur og fimm brons.

Í liðakeppni endurheimti íslenska karlalandsliðið gullið frá því fyrir tveimur árum, í liðinu voru: Andri Nikolaysson Mateev, Franklín Ernir Kristjánsson, Gunnar Egill Ágústsson og Kjartan Óli Ágústsson. 

Lið Íslands í flokki U17 vann einnig gullið en í liðinu voru: Einar Steinn Kristjánsson, Hilmar Heiðdal, Franklín Ernir Kristjánsson og Kjartan Óli Ágústsson.

Í einstaklingskeppni var árangurinn eftirfarandi:

Karlaflokkur - Gunnar Egill Ágústsson, silfur, Andri Nikolaysson Mateev, brons.

U21 Karlar - Andri Nikolaysson Mateev, gull, Franklín Ernir Kristjánsson, silfur, Kjartan Óli Ágústsson, brons.

U21 Konur - Anna Margrét Ólafsdóttir, brons.

U17 Karlar - Franklín Ernir Kristjánsson, gull, Kjartan Óli Ágústsson brons.

U15 Karlar - Hafsteinn Yngvi Kolbeinsson, brons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert