Annað Íslandsmet og annað gull hjá Guðbjörgu

Guðbjörg Jóna í hlaupinu í kvöld.
Guðbjörg Jóna í hlaupinu í kvöld. Ljósmynd/Skjáskot

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í kvöld ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi og bætti hún eigið Íslandsmet í annað skipti á tæpri viku á Ólympíuleikum sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu. Hún hljóp á 23,47 sekúndum í kvöld og bætti sig um 0,08 sekúndur.

Guðbjörg var með næstbesta tíma allra í kvöld, en hún varð með yfirburði í fyrri umferðinni og samanlagður árangur í tveimur hlaupum gildir á mótinu.

Hún var samanlagt á tímanum 47,02 sekúndum, 0,67 sekúndum betri en Dalia Kaddari frá Ítalíu sem varð önnur. Leticia Lima frá Brasilíu varð þriðja á 47,87 sekúndum. 

Guðbjörg er nú búin að vinna gull­verðlaun á Norður­landa- og Evr­ópu­móti ung­menna, sem og Íslands­meist­ara­móti full­orðinna á ár­inu og bætti hún ólympíugulli í safnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert