Mjög spenntar fyrir morgundeginum

Hekla Björt Birkisdóttir, fyrirliði stúlknalandsliðsins í hópfimleikum á EM 2018.
Hekla Björt Birkisdóttir, fyrirliði stúlknalandsliðsins í hópfimleikum á EM 2018. Ljósmynd/Kristinn Arason

„Við erum afar spenntar fyrir morgundeginum og auðvitað stefnum við á úrslitin þótt vissulega sé ekki hægt að fullyrða neitt fyrirfram í svona keppni,“ sagði Hekla Björt Birkisdóttir, fyrirliði stúlknalandsliðsins í fimleikum í samtali við mbl.is í dag í keppnishöllinni í Odivelas í Lissabon.

„Allt veltur þetta á hvernig okkur gengur í undanúrslitunum hvert framhaldið verður,“ sagði Hekla Björt ákveðin en hún og stöllur hennar taka þátt í undankeppni Evrópumótsins í hópfimleikum annað kvöld. Þá ræðst hvort íslenska liðið kemst í úrslitin sem fram fara á föstudaginn.

Mikill tími hefur farið í æfingar fyrir keppnina. 

„Við höfum æft saman síðan í júlí. Það hafa verið erfiðleikar eins og gengur en við ætlum okkur að stíga upp á morgun g hreinlega negla þetta.“

Stúlkurnar 12 sem skipa liðið koma frá þremur félagsliðum og þær eru því alla jafna andstæðingar. Hekla Björt lagði áherslu á að stúlkurnar næðu vel saman og væru nú orðnar góðar vinkonur. „Liðsheildin skiptir miklu máli og að við getum myndað sterkan hóp. Við verðum tilbúnar í keppnina í undanúrslitum á morgun,“ sagði Hekla Björt Birkisdóttir, fyrirliði stúlknalandsliðsins í hópfimleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert