Nettavisen fjallar um crossfitkonurnar

Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Ljósmynd/Crossfit games

Norska blaðið Nettavisen birtir á heimasíðu sinni ítarlega grein um árangur Íslendinga í crossfit á síðustu árum og tekur sérstaklega fyrir þær Annie Mist Thorsson, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. 

Í greininni segir meðal annars að Íslendingar séu kunnir fyrir árangur sinn í handbolta og karlalandsliðið í knattspyrnu hafi heillað marga á EM 2016. En einnig sé til staðar menning fyrir aflraunum og kraftlyftingum á sögueyjunni. Nú hafi nýleg íþrótt krossfit bæst við sem hafi borist frá Bandaríkjunum. 

Í greininni er talað um vinsældir kvennanna þriggja og bent á að allar nái þær um milljón fylgjendum á Instagram og er tekið sem dæmi að það sé fimm sinnum meira en dýrasti knattspyrnumaður Íslands: Gylfi Þór Sigurðsson. 

Í greininni er reynt að leita skýringa á góðu gengi íslensku kvennanna í crossfit og er rætt við norskan keppinaut þeirra Kristin Holte og ummæli höfð eftir Katrínu og Söru. 

Umfjöllun Nettavisen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert