Annar taktur í undirbúningi EM

Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði, í stökki.
Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði, í stökki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Björnsson, annar aðalþjálfari íslensku landsliðanna í hópfimleikum, er ánægður með liðin og undirbúninginn en Evrópumeistaramótið hefst í Portúgal í dag.

Að þessu sinni æfði landsliðsfólkið meira með félagsliðum sínum en áður í aðdraganda mótsins og formlega landsliðsæfingar voru færri. landsliðin voru ekki eins lengi saman, jafnvel í marga mánuði, eins og fyrr. Björn segir að ákveðið að hafi verið að gera breytingu á að þessu sinni. Það verði síðan metið hvort undirbúningi verði háttar með sama sniði eða fyrri vinnuaðferðir teknar upp þegar þátttakan í mótinu verður gerð upp.

Björn kom aftur inn í þjálfarateymi íslensku landsliðanna í aðdraganda mótsins nú en hann var búsettur í Ástralíu og hafði ekki tök á að vera með á EM fyrir tveimur árum af þeim sökum. Björn var hinsvegar yfirþjálfari Íslands á EM 2010, 2012 og 2014 og undir hans stjórn varð kvennalandsliðið tvisvar Evrópumeistari.

„Andinn innan liðanna er góður og við erum bjartsýn fyrir mótið,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hafði þá nýlokið við að fylgjast með æfingum hjá blönduðu liði unglinga. „Það eru bara allir tilbúnir í keppnina. Mér leist vel á liðið í dag á æfingunni,“ sagði Björn Björnsson, annar yfirþjálfari íslensku landsliðanna. 

Nánar er fjallað um EM í hópfimleikum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert