Íslensku ungmennin fengu góðar móttökur

Íslensku ólympíufararnir.
Íslensku ólympíufararnir. Ljómsynd/Hari

Íslensku ungmennin sem tóku þátt á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu á dögunum komu heim til Íslands. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun á leikunum í 200 metra hlaupi og bætti eigið Íslandsmet um 0,08 sekúndur.

Níu Íslendingar tóku þátt á leiknum í Argentínu á dögunum og fengu þau öll góðar móttökur í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardalnum í dag.

mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert