Smith styður Kaepernick

Mótmæli. Eli Harold, Colin Kaepernick og Eric Reid, leikmenn San …
Mótmæli. Eli Harold, Colin Kaepernick og Eric Reid, leikmenn San Francisco 49ers, krjúpa á hliðarlínunni fyrir leik gegn Dallas Cowboys á Levi’s-leikvanginum í Santa Clara í Kaliforníu. AFP

Réttindabarátta svartra verður sífellt háværari í íþróttalífi Bandaríkjamanna. Bandaríkjamaðurinn Colin Kaepernick, leikmaður í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum, vakti mikla athygli þegar hann kraup á kné undir bandaríska þjóðsöngnum, en einhverra hluta vegna er þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla deildarleiki í hinum og þessum íþróttum þar vestra.

Eins og fram hefur komið vildi Kaepernick með þessu mótmæla lögregluofbeldi og almennri mismunun sem hann og fleira íþróttafólk segir svart fólk sæta í Bandaríkjunum.

Eins og reifað var í umfjöllun Orra Páls Ormarssonar í SunnudagsMogganum hinn 9. september varð uppi fótur og fit þegar íþróttavöruframleiðandinn Nike ákvað að nota Kaepernick sem andlit auglýsingaherferðar sinnar. Málið er hápólitískt og afar viðkvæmt, en á meðal þeirra sem úthúðuðu Kaepernick á opinberum vettvangi var forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. Ekki þykir sérlega skynsamlegt í Bandaríkjunum að stuða þjóðernisvitund landans og þykir mörgum Kaepernick hafa sýnt þjóðsöngnum óvirðingu með uppátæki sínu.

Sjá fréttaskýringu um þetta efni í heild í íþróttablaði Morgunblaðsisn í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert