Bera sig saman við þær bestu

Agnes Suto stóð sig afgerandi best íslensku keppendanna á úrtökumótunum.
Agnes Suto stóð sig afgerandi best íslensku keppendanna á úrtökumótunum. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ísland teflir fram fimm kvenna sveit á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í Doha en undankeppnin fer fram nú um helgina. Ólympíufarinn Irina Sazonova á von á barni í desember og munar mikið um fjarveru hennar en að öðru leyti er Ísland með sitt sterkasta lið.

Í liðinu eru tvær sextán ára gamlar stelpur á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, þær Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk og Sonja Margrét Ólafsdóttir úr Gerplu, og Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu sem er tveimur árum eldri. Þær Agnes Suto úr Gerplu og Dominiqua Alma Belányi úr Björk eru svo öllu reyndari, báðar 26 ára gamlar.

„Það voru tvö úrtökumót fyrir um mánuði og þetta lið kom best út í excel-skjalinu. Það er aðeins betri breidd hjá stelpunum en strákunum þó að hún sé aldrei mikil, en það veikir okkur töluvert að vera ekki með Irinu,“ segir Guðmundur Þór Brynjólfsson sem er nýhættur sem þjálfari kvennalandsliðsins. Hann reiknar með jafnri og öruggri frammistöðu þeirra Agnesar og Dominiqua, en bendir á að þær yngri hafi einnig verið búnar vel undir stóra sviðið.

Sjá samtal við Guðmund Þór í heild i íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert