KA með öruggan sigur í fyrstu umferðinni

KA-konur fagna í leik sínum gegn Álftanesi í gær.
KA-konur fagna í leik sínum gegn Álftanesi í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Keppni í efstu deild kvenna, Mizuno-deildinni, í blaki hófst í gær er Þróttur Neskaupstað lagði nafna sína frá Reykjavík að velli, 3:1, og á sama tíma hóf HK keppni með 3:0-sigur á Völsungi. Síðdegis var svo viðureign KA og Álftaness sem heimakonur frá Akureyri unnu 3:0.

Í Neskaupstað töpuðu heimakonur fyrstu hrinu en unnu næstu þrjár en stigahæst fyrir þær var Laura Gázquez með 18 stig. Eldey Hrafnsdóttir skoraði 21 stig fyrir Þrótt Reykjavík og Sunna Þrastardóttir 14.

Þá vann KA öruggan sigur á Álftanesi en Paula Del Olmo og Hulda Elma Eysteinsdóttir voru stigahæstar með 16 stig í fjörugum leik en seinni tvær hrinurnar voru afar sveiflukenndar áður en lið KA sigldi sigrinum í hús. HK vann líka 3:0-sigur, Elísabet Einarsdóttir skoraði 15 stig fyrir heimakonur.

Þá var einn leikur í efstu deild karla í gær þar sem KA fékk Álftanes í heimsókn og vann 3:2-sigur í fjörugum leik. Heimamenn töpuðu fyrstu hrinunni en unnu næstu tvær áður en Álftanes jafnaði metin í 2:2. KA vann svo lokahrinuna 15:8-en stigahæstur fyrir heimamenn var Miguel Mateo með 22 stig.

Úr leiknum í Neskaupstað í gær.
Úr leiknum í Neskaupstað í gær. Ljósmynd/Blakdeild Þróttar Nes.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert