Mayweather aftur í hringinn

Tenshin Nasukawa og Floyd Mayweather í bakgrunninum.
Tenshin Nasukawa og Floyd Mayweather í bakgrunninum. AFP

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather mætir aftur í hringinn á gamlárskvöld er hann mætir Japananum Tenshin Nakukawa Rizin á 14-bardagakvöldinu í Japan. 

Tilkynningin kemur á óvart, enda var lítið í spilunum um að Mayweather myndi berjast á næstunni og hvað þá á móti Nakukawa, sem fáir utan Japan kannast við. Nakukawa hefur unnið alla 27 bardaga sína í sparkboxi og alla fjóra í blönduðum bardagalistum. 

Ekki er enn vitað nákvæmlega hvers konar bardaga kapparnir mætast í, en box, sparkbox og blandaðar bardagalistir koma til greina. Ekki kom heldur fram í hvaða þyngdarflokki bardaginn verður. 

Mayweather hefur nokkuð oft sagst vera hættur keppni og nú síðast eftir sigur á Conor McGregor í hnefaleikabardaga í Las Vegas á síðasta ári. Hinn 41 árs gamli Mayweather er búinn að vinna alla 50 bardaga sína á ferlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert