Tvö HM lágmörk til viðbótar í höfn

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir náði HM lágmarki í morgun.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir náði HM lágmarki í morgun. mbl.is/Hari

Alls hefur íslenskt sundfólk nú náð fimm HM lágmörkum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug um helgina. Þrjú lágmörk náðust í gær og önnur tvö í morgun.

Kristinn Þórarinsson úr ÍBR náði lágmarki í 200 metra fjórsundi í gær og í morgun bætti hann við lágmarki í 50 metra baksundi. Tími hans var 24,27 sekúndur, en lágmarkið inn á HM er 24,82 sekúndur.

Þá náði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH lágmarki í 50 metra baksundi, en tími hennar var 27,95 sekúndur. Hún var 1/100 úr sekúndu undir lágmarkinu fyrir HM, en hún er fyrsta íslenska konan sem nær lágmarki á HM í ár.

Auk Kristins náðu þeir Anton Sveinn McKee og Dadó Fenrir Jasminuson HM lágmörkum á Íslandsmeistaramótinu í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert