Hafði trú á mér og ætlaði að vinna

Anna Margrét Ólafsdóttir (fjær) í úrslitaeinvíginu gegn Giedre Razgute í …
Anna Margrét Ólafsdóttir (fjær) í úrslitaeinvíginu gegn Giedre Razgute í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var mjög stressandi en líka gaman,“ sagði Anna Margrét Ólafsdóttir í samtali við mbl.is eftir að hún tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í skylmingum með 15:12-sigri á Giedre Razgute í úrslitum í gær. 

„Ég hef unnið í yngri flokkum en þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn í fullorðinsflokki og tilfinningin er mjög góð.“ Anna byrjaði að æfa aftur fyrir mánuði síðan eftir smá hlé og ætlar hún sér að ná lengra í íþróttinni á næstu mánuðum. 

„Ég er búin að vera í pásu og byrjaði bara að æfa aftur fyrir mánuði síðan. Ég hafði trú á mér og ég ætlaði að vinna. Ég mun fara út að keppa á næstunni og ég ætla mér að verða betri,“ sagði Anna Margrét Ólafsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert