Í bann fyrir skæri, blað, stein

McNamara hafði gleymt hlutkestismyntinni inni í klefa fyrir leikinn.
McNamara hafði gleymt hlutkestismyntinni inni í klefa fyrir leikinn. Ljósmynd/Thinkstock

Knattspyrnudómara í úrvaldsdeild kvenna í Bretlandi hefur verið vikið frá störfum í þrjár vikur eftir að upp komst að hann notaðist ekki við venjulegt hlutkesti í upphafi leiks, heldur notaði þess í stað leikinn „Skæri, blað, steinn“ til að skera úr um hvort liðið fengi að byrja með boltann.

Atvikið átti sér stað þegar dómarinn David McNamara dæmdi leik Manchester City og Reading í síðasta mánuði, og hefur hann viðurkennt að hafa ekki hagað sér á réttan hátt. Knattspyrnusambandið hefur ákveðið að honum verði vikið úr starfi til þriggja vikna frá og með 26. nóvember, en lög félagsins kveða á um að hlutkesti skuli notað við upphaf leiks.

McNamara hafði gleymt hlutkestismyntinni inni í klefa fyrir leikinn og bauð fyrirliðum liðanna tveggja því að spila „Skæri, blað, stein“.

Landsliðsmenn Íslands í skæri, blað, stein á æfingu á EM …
Landsliðsmenn Íslands í skæri, blað, stein á æfingu á EM í Frakklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert