Íbúar í Calgary höfnuðu gestgjafahlutverkinu

Íbúar í Calgary sækjast ekki eftir því að halda leikana …
Íbúar í Calgary sækjast ekki eftir því að halda leikana 2026. AFP

Íbúar í Calgary felldu í atkvæðagreiðslu þá hugmynd að borgin sækist eftir því að halda Vetrarólympíuleikana árið 2026. 

Möguleg umsókn var lögð í dóm íbúanna og greiddu 56% atkvæði gegn því að Calgary endurtaki leikinn frá 1988 og haldi Vetrarólympíuleika. 

Aukast þá líkurnar á því að nágrannar okkar Svíar muni halda leikana en borgirnar tvær sem þá munu sækjast eftir mótshaldinu eru Stokkhólmur og Mílanó en í umsókn Ítala er vetraríþróttasvæðið Cortina d'Ampezzo einnig hluti af aðstöðunni. 

Næstu vetrarleikar verða í febrúar árið 2022 og fara fram í Peking. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert