KA vann grannaslaginn og fór á toppinn

KA er í toppsætinu.
KA er í toppsætinu. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

KA vann góðan 3:0-sigur á Völsungi er liðin mættust í Mizuno-deild kvenna í blaki í gær. Fyrstu tvær hrinurnar voru jafnar, 25:21 og 25:21 en KA sigldi öruggum sigri í þriðju hrinu, 25:14, og eru norðankonur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. 

Sterkar uppgjafir KA-kvenna reyndust Völsungum erfiðar og skoraði KA 13 stig, beint úr uppgjöfum. Helena Kristín Gunnarsdóttir skoraði 17 stig fyrir KA og Ashley Boursiquot gerði 14 stig fyrir Völsung. Völsungur er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. 

Þróttur Reykjavík náði í sín fyrstu stig með 3:1-sigri á Aftureldingu. Þróttur vann fyrstu tvær hrinurnar eftir mikla spennu, 25:21 og 25:21. Afturelding minnkaði muninn í 2:1 með 25:21-sigri í þriðju hrinu en Þróttarar unnu fjórðu hrinuna 25:18 og leikinn í leiðinni. 

Eldey Hrafnsdóttir skoraði 22 stig fyrir Þrótt og Sunna Þrastardóttir 17. Velina Apostolova skoraði 20 fyrir Aftureldingu og Karen Björg Gunnarsdóttir 10. Þróttur fór upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en Afturelding er í sjötta sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert