Tveggja ára bann fyrir hótanir í garð dómara

Frá leik SR og Bjarnarins á þessu keppnistímabili.
Frá leik SR og Bjarnarins á þessu keppnistímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aganefnd Íshokkísambands Íslands úrskurðaði í dag aðstoðarþjálfara Fjölnis-Bjarnarins í langt keppnisbann vegna skilaboða sem hann sendi dómara. Málið var greinilega litið alvarlegum augum og aganefndin meðhöndlaði skilaboðin sem hótanir.  

Forsaga málsins er sú að klukkan 17:55 hinn 16. nóvember síðastliðinn fékk yfirdómari Íshokkísambandsins skilaboð í gegnum Facebook frá Trausta Bergmann, aðstoðarþjálfara karlaliðs Fjölnis-Bjarnarins sem leikur í Hertz-deildinni. Þá um kvöldið fór fram leikur í deildinni á milli SR og Fjölnis-Bjarnarins. 

Í gær 20. nóvember tilkynnti yfirdómarinn atvikið formlega til aganefndarinnar sem tók málið fyrir í dag. Í úrskurði hennar segir meðal annars: 

Aganefnd ÍHÍ metur svo að í skilaboðunum hafi falist hótun með þann tilgang að hafa áhrif á gang leiks sem er meðal annars brot á reglu Alþjóðaíshokkísambandsins (IIHF) nr 116.“

Niðurstaða aganefndar er eftirfarandi: 

Trausti Bergmann aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla Fjölnis-Bjarnarins er úrskurðaður í 24 mánaða bann frá þátttöku í allri starfsemi sem fer fram á vegum ÍHÍ frá og með 21. nóvember 2018. Fjölnir – Björninn íshokkídeild er sektuð um kr. 50.000.“

Niðurstaða aganefndar ÍHÍ er endanleg í íshokkíhreyfingunni hérlendis og verður ekki áfrýjað. 

Trausti Bergmann (8) í leik með Birninum gegn SR árið …
Trausti Bergmann (8) í leik með Birninum gegn SR árið 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert