ÍHÍ fékk 9 milljónir

Kvennalandslið Íslands.
Kvennalandslið Íslands.

Íshokkísamband Íslands fékk 9,2 milljónum úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna styrkveitinga fyrir árið 2018. 

ÍHÍ fékk 4,9 milljónir úr Afrekssjóði fyrir árið 2017 og hækkaði styrkurinn því umtalsvert á milli ára. 

„ÍHÍ heldur úti starfi fjögurra landsliða sem taka öll þátt í heimsmeistaramótum á hverju ári. Stendur sambandið fyrir landsliðsæfingum í undirbúningi verkefna og hefur æfingum fjölgað á síðustu misserum og umgjörð í kringum afreksstarfið verið bætt. Með styrkjum Afrekssjóðs ÍSÍ gefst sambandinu tækifæri á að undirbúa landsliðin enn frekar fyrir þau vekefni sem eru á dagskrá,“ segir meðal annars í tilkynningu frá ÍSÍ

mbl.is