Íslenskir kappar, refur og albatross

Bjarki Már Elísson hefur spilað lengi í Þýskalandi.
Bjarki Már Elísson hefur spilað lengi í Þýskalandi.

Fjöldinn allur af íslensku íþróttafólki keppir með liðum í boltagreinum á meginlandi Evrópu. Íslendingar sem búa erlendis og Íslendingar á ferðalagi geta hitt þannig á að eiga þess kost að sjá samlanda sína spila.

Greinarhöfundur var staddur í Berlín í Þýskalandi í byrjun nóvember. Fjölmargir Íslendingar spila í Þýskalandi og í Berlín eru til dæmis tveir Íslendingar staðsettir. Greinarhöfundur fór að sjá þá Bjarka Má Elísson, landsliðsmann í handknattleik, og Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfuknattleik, spila með félagsliðum sínum Füchse Berlin og Alba Berlin.

Berlínarborg er nokkuð sérstök hvað það varðar að fjögur nokkuð stór lið í efstu deildum fá þar pláss. Í knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik og íshokkí. Handknattleikurinn er til dæmis vinsælli á landsbyggðinni en í stórborgum eins og München og Bonn. En íþróttin lífir ágætu lífi í Berlín en Dagur Sigurðsson átti sinn þátt í uppgangi Füchse þegar hann þjálfaði liðið fyrir nokkrum árum.

Sjá umfjöllun um íslenska leikmenn í Berlín í heild í íþróttablaði Morgublaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert