Iveta og Ólafur karatefólk ársins

Iveta C. Ivanova er karatekona ársins 2018.
Iveta C. Ivanova er karatekona ársins 2018.

Iveta C. Ivanova og Ólafur Engilbert Árnason, bæði úr Fylki, hafa verið útnefnd karatekona og karatemaður ársins 2018 af Karatesambandi Íslands.

Sambandið sendi frá sér meðfylgjandi yfirlit yfir árangur þeirra á árinu 2018.

Iveta C. Ivanova, Karatedeild Fylkis

Iveta hefur verið sigursæl karatekona síðustu ár í sínum aldursflokki. Hún keppir í kumite og hefur náð frábærum árangri á árinu. Hún varði Smáþjóðameistaratitil sinn frá fyrra ári, auk þess að vera Íslandsmeistari í -55 kg flokki kvenna. Hún hefur verið í verðlaunasætum erlendis sem og innanlands síðstu ár.

Helstu afrek Ivetu á árinu 2018 voru;

Smáþjóðamót í karate -53 kg junior female, 1. sæti
Íslandsmeistari fullorðinna -55 kg female, 1 sæti
Íslandsmeistari unglinga -53 kg junior female, 1. sæti
Berlín open, -53 kg junior female, 1. sæti
Berlín open, -55 kg U21 female, 3. sæti
Amsterdam open, -53 kg junior female, 1. sæti
Swedish open -53 kg junior female, 1. sæti
Randori Þýskaland -53 kg junior female, 2. sæti
Central England open -53 kg junior female, 1. sæti
Central England open mixed team senior, 2. sæti
Álaborg open -53 kg junior female, 3. sæti

Ólafur Engilbert Árnason er karatemaður ársins 2018.
Ólafur Engilbert Árnason er karatemaður ársins 2018.

Ólafur Engilbert Árnason, karatedeild Fylkis

Ólafur hefur verið sigursæll á mótum bæði erlendis og innanlands undanfarin ár. Hann keppir í kumite og hefur náð góðum árangri á árinu.
Hann er Íslandsmeistari í -75 kg flokki í kumite karla. Hann stundar nú æfingar í Danmörku undir handleiðslu landsliðsþjálfara Dana í kumite.

Helstu afrek Ólafs á árinu voru;

Íslandsmeistari fullorðinna -75 kg senior male, 1. sæti
Íslandsmeistari fullorðinna, liðakeppni, 1. sæti
Ishöj Karate Cup -75 kg senior male, 3. sæti
Ishöj Karate Cup -75 kg U21 male, 3. sæti
Ishöj Karate Cup open male, 3. sæti
Ishöj Karate Cup liðakeppni, 3. sæti
Swedish open -75 kg male, 2. sæti
Swedish open male, 1. sæti
Danska meistaramótið -75 kg U21 male, 2. sæti
Central England open -75 kg senior male, 3. sæti
Central England Open mixed team senior, 2. sæti
Smáþjóðamót í karate -75 kg senior male, 3. sæti
Smáþjóðamót í karate team male, 3. sæti
Álaborg open -75 kg senior male, 2. sæti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert