Íslendingariðill í bikarnum

Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensku landsliðskonurnar í knattspyrnu sem leika í sænsku úrvalsdeildinni mætast flestar í innbyrðis leikjum í bikarkeppninni þar í landi síðar í vetur.

Í gær var dregið til 16-liða úrslitanna, sem eru spiluð í fjórum riðlum í febrúar og mars, og þar lentu bikarmeistarar Rosengård í riðli með bæði Kristianstad og Limhamn Bunkeflo, auk Kalmar.

Glódís Perla Viggósdóttir vann bikarinn með Rosengård síðasta vor og leikur þar áfram. Sif Atladóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leika með Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, og með Limhamn Bunkeflo spila Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir.

Fjórða Íslendingaliðið í sextán liða úrslitum er Djurgården en með því leika Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Þær eru í riðli með Örebro, Eskilstuna og Uppsala. Sigurlið í hverjum riðli kemst í undanúrslitin sem fara fram í mars en úrslitaleikurinn er leikinn í maímánuði.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »