Rússar verða áfram í banni

Sebastian Coe er forseti IAAF sem fundaði í Mónakó í …
Sebastian Coe er forseti IAAF sem fundaði í Mónakó í dag og hafnaði beiðni Rússa. AFP

Rússneskt frjálsíþróttafólk verður áfram í keppnisbanni hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, sem tilkynnti í dag að það hefði hafnað ósk Rússa um að fá keppnisrétt á alþjóðlegum mótum á nýjan leik.

Þetta er í níunda skipti sem IAAF neitar Rússum á þennan hátt frá því í nóvember 2015 en þá voru þeir settir í bann þegar upp komst um skipulagt lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu.

Bannið verður áfram í gildi þar til Rússar leggja fram gögn og sýni frá lyfjaeftirlitinu sem þeir starfræktu til ársins 2015.

Þetta þýðir að rússneskt frjálsíþróttafólk getur ekki keppt undir merkjum Rússlands á Evrópumeistaramótinu innanhúss í Glasgow í febrúar. Hins vegar geta einstaklingar frá Rússlandi sem hafa staðist lyfjapróf IAAF keppt undir hlutlausum fána á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert