Fjögur eru á leiðinni til Kína

Anton Sveinn McKee
Anton Sveinn McKee mbl.is/Árni Sæberg

Fjórir íslenskir sundmenn taka þátt í heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra braut sem hefst í Hangzhou í Kína á þriðjudaginn og lýkur sunnudaginn 16. desember.

Þrír sundmannanna héldu af landi brott í gær en sá fjórði, Anton Sveinn McKee, Sundfélagi Hafnarfjarðar, kemur til móts við hópinn í Peking. Hann býr í Bandaríkjunum.

Hinir þrír sundmennirnir eru Dadó Fenrir Jasmiuson, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar, og Kristinn Þórarinsson, Fjölni.

Anton Sveinn og Kristinn ríða á vaðið af íslensku keppendunum en þeir stinga sér til sunds á þriðjudaginn. Anton Sveinn í 100 m bringusundi en Kristinn í 200 m fjórsundi. Kristinn tekur einnig þátt í 100 m fjórsundi og 50 m baksundi á fimmtudaginn.

Anton Sveinn verður á ný í eldlínunni á föstudaginn eftir viku í 200 m bringusundi og daginn eftir reynir hann fyrir sér í 50 m bringusundi.

Dadó keppir í 50 m skriðsundi á fimmtudag og tveimur dögum síðar í 100 m skriðsundi.

Ingibjörg Kristin keppir á föstudag og laugardag eftir víku. Annarsvegar í 50 m baksundi og hinsvegar í 50 m skriðsundi síðari daginn.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »