Níu synda til úrslita í dag

Íslensku keppendurnir á NM í Finnlandi.
Íslensku keppendurnir á NM í Finnlandi. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Annar keppnisdagurinn á Norðurlandameistaramótinu í sundi er í fullum gangi í Oulu í Finnlandi. Í undanrásum í morgun komust níu Íslendingar áfram í úrslit sem fara fram síðar í dag.

Þetta voru þau Kristín Helga Hákonardóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson sem öll munu synda til úrslita í 100 metra skriðsundi. Katarína Róbertsdóttir og Jóhanna Elín synda svo í 100 metra flugsundi.

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Patrik Viggó Vilbergsson synda til úrslita í 400 metra fjórsundi áður en Kolbeinn Hrafnkelsson og Brynjólfur Óli Karlsson synda til úrslita í 50 metra baksundi. Þá er íslenska liðið með eina sveit í 4 x 200m skriðsundi kvenna, bæði í junior- og senior-flokkum og eina sveit karlamegin í junior-flokki.

Fylgjast má með úrslitum HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert