Róbert Ísak fjórfaldur Norðurlandameistari

Róbert Ísak Jónsson.
Róbert Ísak Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Róbert Ísak Jónsson vann fjóra Norðurlandameistaratitla á Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra sem fram fer í Oulu í Finnlandi en lokadagur mótsins er í gangi núna.

Róbert Ísak, sem keppir fyrir Fjörð í flokki S14, er einn sex íslenskra keppenda á mótinu. Í fyrradag og í gær varð hann Norðurlandameistari í 200 metra skriðsundi, 100 metra bringusundi og loks 100 metra flugsundi og rétt í þessu var hann að bæta við fjórða titlinum.

Það var í 200 metra fjórsundi sem hann hreppti svo fjórðu gullverðlaunin og þá var Thelma Björg Björnsdóttir önnur í 400 metra skriðsundi í flokki S6 og fékk fyrir það silfurverðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert