Hildur ráðin landsliðsþjálfari

Hildur Ketilsdóttir, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í áhaldafimleikum.
Hildur Ketilsdóttir, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í áhaldafimleikum. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Fimleikasamband Íslands hefur ráðið Hildi Ketilsdóttur í starf landsliðsþjálfara kvenna í áhaldafimleikum. Hildur einn af reyndustu þjálfurum hreyfingarinnar, en hún hefur starfað fyrir Fimleikasambandið í fjölda ára, bæði í tækninefndum, sem þjálfari og sem dómari.

Hildur hefur meðal annars tekið þátt í millilandamótum, landskeppni, Norðurlandamótum, Norður-Evrópumótum, Evrópumótum og heimsmeistaramótum.

Mörg verkefni eru fram undan hjá landsliðinu á árinu og eru stærstu verkefnin meðal annars Evrópumót, heimsbikarmót nú á vorönn og heimsmeistaramót í haust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert