Sigurmark í framlengingu

Richard Kovarik skoraði sigurmark SR í kvöld.
Richard Kovarik skoraði sigurmark SR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Richard Kovarik tryggði Skautafélagi Reykjavíkur sigur á Birninum, 2:1, í framlengingu í Hertz-deild karla í íshokkíi í Egilshöllinni í kvöld.

Kovarik skoraði sigurmarkið eftir 44 sekúndur í framlengingu. Þar með komust Skautafélagsmenn í efsta sæti deildarinnar, að minnsta kosti að sinni, en liðið hefur 17 stig að loknum 10 leikjum. Akureyringar eru stigi á eftir en eiga þrjá leiki til góða á SR-inga. Leikmenn Bjarnarins reka lestina í deildinni sem fyrr.

Aron Knútsson kom SR yfir í leiknum í gærkvöldi á 11. mínútu eftir sendingu frá Kovarik. Kristján Kristinsson jafnaði metin á 28. mínútu eftir sendingu frá Andra Helgasyni. Varnarleikur var í aðalhlutverki í leiknum í Egilshöllinni í kvöld og var ekkert skorað í þriðja leikhluta í þessum mikla baráttuleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert