Forysta Shiffrin orðin afgerandi

Mikaela Shiffrin fagnar sigri á dögunum.
Mikaela Shiffrin fagnar sigri á dögunum. AFP

Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin er þegar orðin langefst á stigalista heimsbikarsins þótt keppnistímabilið sé nýhafið. Þrátt fyrir að vera einungis 23 ára er hún í fjórða sæti yfir þær skíðakonur sem flest mót hafa unnið í heimsbikarnum. 

Shiffrin hefur þegar unnið fimm mót í vetur og landaði tveimur sigrum í St. Moritz um helgina. Forysta hennar í heimsbikarnum er strax orðin afgerandi. Michelle Gisin frá Sviss er önnur en hún hefur sigrað í samanlögðum árangri í heimsbikarnum síðustu tvö ár. 

Shiffrin hefur sigrað fjörutíu og átta sinnum á mótum í heimsbikarnum og verður áhugavert að sjá hversu margir sigrarnir verða þegar ferli hennar lýkur. Landa hennar Lindsey Vonn er sigursælust kvenna í heimsbikarnum frá upphafi með 82 sigra. Næstar koma þær Annemarie Moser-Pröll frá Austurríki með 62 sigra og hin svissneska Vreni Schneider með 55. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert