Kristinn í 24. sæti á HM

Kristinn Þórarinsson
Kristinn Þórarinsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Kristinn Þórarinsson úr Fjölni hafnaði í 24. sæti í 100 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Kína í nótt. Dadó Fenrir Jasmínuson úr SH þreytti einnig frumraun sína í nótt á heimsmeistaramóti. 

Kristinn synti á 54,57 sekúndum í undanrásunum og er því úr leik í greininni en sextán komast í undanúrslitin af þeim 38 sem komust á HM. 

Keppnisgreinar dagsins röðuðust ekki ýkja vel niður fyrir Kristin sem keppti skömmu síðar í 50 metra baksundi. Gekk honum ekki vel í greininni og endaði í 36. sæti af 50 keppendum. Tími hans var 25,39 sekúndur. 

Kristinn hefur þá lokið keppni á HM í Kína en hann keppti í þremur greinum. 

Dadó Fenrir keppti í fyrsta skipti á heimsmeistaramóti þegar hann stakk sér til sunds í sprettsundinu, 50 metra skriðsundi. Hafnaði hann í 54. sæti af 128 keppendum en hann fór vegalengdina á 22,51 sekúndu. Hans besti tími er 22,29 sekúndur. 

Dadó Fenrir Jasminuson
Dadó Fenrir Jasminuson mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert