Róbert og Bergrún íþróttafólk ársins

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir.
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson og frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir eru íþróttafólk ársins 2018 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Kjörinu var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau Róbert Ísak og Bergrún Ósk hljóta þessa viðurkenningu en bæði gerðu það gott á árinu. Róbert vann til að mynda tvenn silfurverðlaun á Evrópumótinu í Dublin í sumar og Bergrún Ósk vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í Berlín.

Róbert Ísak Jónsson.
Róbert Ísak Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Róbert Ísak gat ekki verið viðstaddur athöfnina þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni erlendis. Amma hans Vilborg Matthíasdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Róberts.

Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra 2018 hlutu þeir Óskar Hlynsson og Andri Snær Ólafsson. Báðir hafa þeir sinnt hlutverki leiðsöguhlaupara fyrir afreksíþróttamanninn Patrek Andrés Axelsson. Andri sem starfar sem læknir í Danmörku átti ekki heimangengt en faðir hans Ólafur Friðrik Ægisson tók við verðlaununum fyrir hans hönd.
 



Óskar Hlynsson og Andri Snær Ólafsson fengu hvataverðlaun Íþróttasambands Íslands.
Óskar Hlynsson og Andri Snær Ólafsson fengu hvataverðlaun Íþróttasambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert