KSÍ fær ekki krónu í ár

Klara Bjartmarz.
Klara Bjartmarz. mbl.is/Golli

„Við sóttum um og fengum höfnun á þeim grundvelli að tekjur KSÍ væru það háar,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að Knattspyrnusamband Íslands fái ekkert greitt úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins sem er að líða.

Afrekssjóður hefur nú samið um greiðslur vegna ársins 2018 til þeirra sérsambanda sem sóttu um styrki og uppfylltu skilyrði sjóðsins um afreksstarf. Handknattleikssambandið fékk hæstu greiðsluna eða 51,6 milljónir króna. Af þeim samböndum sem flokkuð eru sem „A – Afrekssérsambönd“ hjá Afrekssjóði, og fá 70% þess fjár sem útdeilt er úr sjóðnum, hækka greiðslur til Fimleikasambandsins mest á milli ára eða um 134% og nema á þessu ári 37,4 milljónum króna. Fyrir utan KSÍ, sem er í A-flokki, fær Kraftlyftingasambandið lægstu upphæðina í flokknum eða 14,6 milljónir.

KSÍ hefur þannig í gegnum árin sótt um styrki vegna verkefna sem ekki eru sjálfbær. Ekki hefur því verið sótt um styrki vegna A-landsliðs karla, en styrkbeiðnir borist til Afrekssjóðs vegna A-landsliðs kvenna og yngri landsliða. Í ár mat Afrekssjóður það svo að aðrir styrkir til KSÍ væru of háir til að sambandið fengi styrk úr sjóðnum, og er það í takti við nýja reglugerð sjóðsins. Það þarf svo sem ekki að undra en fjárhagsáætlun KSÍ gerði ráð fyrir samtals tæplega 1,6 milljörðum króna styrk frá UEFA og FIFA á árinu, og þó að kostnaður vegna A-landsliðs karla á HM-ári hafi verið áætlaður milljarður króna þá situr góð upphæð eftir. Samkvæmt áætlun KSÍ standa 85 milljónir króna eftir á árinu, þegar búið er að greiða út 330 milljónir til aðildarfélaga.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og rætt við Klöru og Andra Stefánsson hjá afrekssviði ÍSÍ. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert