Fjórði sigur meistaranna í röð

Markaskorarinn Jordan Steger í baráttunni við Sölva Atlason í dag.
Markaskorarinn Jordan Steger í baráttunni við Sölva Atlason í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Meistarar SA unnu sinni fjórða leik í röð í Hertz-deild karla í íshokkíi í dag er SR kom í heimsókn til Akureyrar. Lokatölur urðu 3:0, SA í vil. 

Jordan Steger kom SA yfir á 8. mínútu og Orri Blöndal bætti við marki á 18. mínútu og var staðan 2:0 eftir fyrsta leikhluta. Kristján Árnason bætti við þriðja marki SA um miðjan annan leikhluta og þar við sat. 

Með sigrinum fór SA upp fyrir SR og í toppsæti deildarinnar. SA er með 19 stig, tveimur stigum meira en SR, ásamt því að eiga þrjá leiki til góða. 

mbl.is