Jóhann og Silvía heiðruð af SA

Jó­hann Már Leifs­son og Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir voru heiðruð af ...
Jó­hann Már Leifs­son og Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir voru heiðruð af SA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íshokkífólkið Jó­hann Már Leifs­son og Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir voru í gær verðlaunuð af Skautafélagi Akureyrar fyrir að vera kosin íshokkímaður- og kona ársins af Íshokkísambandinu fyrir helgi, en þau leika bæði með félaginu. 

Fengu þau verðlaunin afhent fyrir leik SA og SR í Hertz-deild karla í gærkvöldi. Jóhann og Silvía eru mikilvægir hlekkir í landsliðum Íslands og algjörir lykilmenn hjá Skautafélagi Akureyrar. 

mbl.is