Tíu stjórar sem koma til greina hjá United

Manchester United þarf að ráða nýjan stjóra.
Manchester United þarf að ráða nýjan stjóra. AFP

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United í dag eftir mjög erfitt tímabil til þessa. Breski miðillinn Guardian tók í dag saman tíu líklega eftirmenn Mourinho hjá United. 

Zinedine Zidane

Þessi fyrrverandi franski landsliðsmaður er án starfs sem stendur. Hann yfirgaf Real Madrid síðasta sumar eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var það í þriðja skiptið í röð sem hann vann keppnina. Ólíklegt þykir að hann verði laus fyrr en næsta sumar, sem gæti hentað United vel. 

Verður Zinedine Zidane næsti stjóri Manchester United?
Verður Zinedine Zidane næsti stjóri Manchester United? AFP

Mauricio Pochettino

Menn á Old Trafford eru hrifnir af Pochettino eftir góðan árangur með Southampton og Tottenham. Hann lék m.a með Espanyol og PSG áður en hann fór í þjálfun. Hann tók við Tottenham árið 2014 og hefur stýrt liðinu til fimmta, þriðja, annað og þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Tottenham hefur í tvígang á þeim tíma endað fyrir ofan United, þrátt fyrir að vera með mun minni pening til leikmannakaupa. 

Mauricio Pochettino er búinn að gera mjög góða hluti með …
Mauricio Pochettino er búinn að gera mjög góða hluti með Tottenham og Southampton. AFP

Eddie Howe

Hinn 41 árs gamli Eddie Howe er búinn að gera gríðarlega góða hluti með Bournemouth og koma liðinu úr D-deildinni og upp í efstu deild. Ekki nóg með það, heldur er liðið orðið býsna gott í efstu deild. Hann spilar sóknarbolta, eitthvað sem stuðningsmenn United eru hrifnir af.

Eddie Howe er búinn að gera ótrúlega hluti með Bournemouth.
Eddie Howe er búinn að gera ótrúlega hluti með Bournemouth. AFP

Antonio Conte

Ítalinn náði strax árangri með Chelsea og varð meistari er hann tók við af Jose Mourinho árið 2016. Hann fór með Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins á síðasta ári. Síðara árið hans hjá Chelsea var ekki eins gott og var hann að lokum látinn fara í sumar. 

Antonio Conte gerði Chelsea að Englandsmeistara.
Antonio Conte gerði Chelsea að Englandsmeistara. AFP

Carlo Ancelotti

Gríðarlega reynslumikill Ítali sem er við stjórn hjá Napoli. Hann er fyrir löngu búinn að sanna sig í evrópskum fótbolta enda búinn að vinna Meistaradeildina þrisvar. Hann er svo með reynslu úr enska boltanum eftir tímann sinn hjá Chelsea. Það gekk hins vegar ekki eins vel hjá Bayern München. 

Carlo Ancelotti er gríðarlega reynslumikill.
Carlo Ancelotti er gríðarlega reynslumikill. AFP

Diego Simeone

Argentínumaðurinn er búinn að vera orðaður við fjölmörg störf á síðustu árum en hann hefur haldið tryggð við Atlético Madríd og verið hjá félaginu í sjö ár. Hann er búinn að ná virkilega góðum árangri í baráttu við Barcelona og Real Madrid, sem eru með mun meiri pening til að vinna með. Hann er búinn að vinna spænsku deildina einu sinni, Evrópudeildina tvisvar og tvisvar komist í úrslit Meistaradeildarinnar. 

Diego Simeone er búinn að vinna titla með Atlético Madríd.
Diego Simeone er búinn að vinna titla með Atlético Madríd. AFP

Laurent Blanc

Þekkir Manchester United vel, enda lék hann með liðinu á sínum tíma og varð enskur meistari einu sinni. Hann er ekki búinn að stýra liði síðan hann yfirgaf PSG árið 2016. Þar á undan stýrði hann franska landsliðinu, en hætti eftir að hann féll úr leik í átta liða úrslitum á EM 2012. 

Laurent Blanc þekkir vel til hjá United.
Laurent Blanc þekkir vel til hjá United. AFP

Michael Carrick

Carrick er búinn að vera í þjálfarateymi Mourinho að undanförnu og hefur hann lýst yfir áhuga á að verða aðalþjálfari. Hann hefur hins vegar ekki mikla reynslu og kemur þetta tækifæri eflaust of snemma fyrir mann sem þekkir alla hjá félaginu. 

Michael Carrick var í þjálfarateymi Jose Mourinho.
Michael Carrick var í þjálfarateymi Jose Mourinho. AFP

Gareth Southgate

Fór með enska landsliðið alla leið í undanúrslit á HM í sumar og er landsliðið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn Southgate. Hann nær því besta út úr ungum leikmönnum og varð enska liðið efst í erfiðum riðli sínum í Þjóðadeildinni. 

Gareth Southgate fór í undanúrslit á HM með enska landsliðið.
Gareth Southgate fór í undanúrslit á HM með enska landsliðið. AFP

Ryan Giggs

Tók við United í skamman tíma eftir brottrekstur David Moyes árið 2014. Undir hans stjórn vann liðið tvo leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik. Hann er búinn að vera landsliðsþjálfari Wales síðan í byrjun árs er hann tók við af Chris Colemann. Úrslitin hjá landsliðinu eru búin að vera misjöfn síðan þessi Manchester United goðsögn tók við. 

Ryan Giggs er goðsögn hjá Manchester United.
Ryan Giggs er goðsögn hjá Manchester United. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert