Landsliðskonur framtíðarinnar í Kórnum

Leikmaður Breiðabliks með boltann en Skagastúlkur verjast.
Leikmaður Breiðabliks með boltann en Skagastúlkur verjast. Ljósmynd/Aðsend

Leikgleðin skein úr andlitum fótboltastjarna framtíðarinnar í dag en um eitt þúsund stúlkur í 5. - 8. flokka keppa um helgina í TVG-Zimen mótinu sem fram fer í Kórnum í Kópavogi um helgina.

HK/Víkingur heldur mótið en það hófst í morgun.

Markvörður býr sig undir að koma boltanum í leik.
Markvörður býr sig undir að koma boltanum í leik. Ljósynd/Aðsend

Er þetta fjórða árið í röð sem mótið er haldið en yngri flokkarnir, 7. og 8., léku listir sínar í dag og á morgun er röðin komin að eldri stúlkunum.

Yfirbyggða knatthúsið Kórinn kom að góðum notum í snjónum í …
Yfirbyggða knatthúsið Kórinn kom að góðum notum í snjónum í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert