Kínverjar af öryggi upp um deild

Ísland vann Ástralíu í fyrsta leik mótsins en komst ekki …
Ísland vann Ástralíu í fyrsta leik mótsins en komst ekki í undanúrslit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

U20 ára landslið Kína í íshokkíi tryggði sér í dag sæti í 2. deild B eftir 5:1-sigur á Ástralíu í úrslitum 3. deildarinnar í Skautahöllinni í Reykjavík. 

Kínverska liðið var með mikla yfirburði á mótinu og vann alla fimm leiki sína með markatölunni 49:5. Kínverska liðið er að mestu skipað leikmönnum sem eru bæði með kínverskt og bandarískt ríkisfang.

Ísland leikur áfram í 3. deild á næsta ári og þá með Búlgaríu, Tyrklandi, Ástralíu, Suður-Afríku, Nýja-Sjálandi og annaðhvort Mexíkó eða Belgíu, sem leika á morgun úrslitaleik um hvort liðið haldi sæti sínu í 2. deild B. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert