Forsetinn vill að leitað verði áfram

Leitinni verður ekki haldið áfram nema nýjar vísbendingar komi fram.
Leitinni verður ekki haldið áfram nema nýjar vísbendingar komi fram. AFP

Forseti Argentínu hefur bæst í hóp þeirra sem krefjast þess að leitinni að flugvélinni sem flutti Emiliano Sala, nýjasta leikmann Cardiff, verði haldið áfram.

BBC greinir frá því að Mauricio Macri hafi beðið utanríkisráðherra Argentínu, Jorge Faurie, að senda formlega beiðni til yfirvalda í Bretlandi og Frakklandi, en leitinni að Sala og flugmanninum David Ibbotson var hætt í gær eftir ítarlega þriggja daga leit.

Leitinni verður ekki haldið áfram nema nýjar vísbendingar komi fram, en systir Sala, Rominia, hefur sagt að hún finni það í hjarta sínu að Sala sé enn á lífi.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um hvarf lítil flugvél af ratsjám á mánudagskvöld, en um borð í henni var Sala. Vél­in var á leið frá Nan­tes í Frakklandi til Car­diff, þar sem Sala átti að mæta á sína fyrstu æfingu með liðinu á þriðjudag.

Romina Sala segist viss um að bróðir hennar sé enn …
Romina Sala segist viss um að bróðir hennar sé enn á lífi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert