Katrín Tanja komin inn á heimsleikana

Katrín Tanja þekkir vel þá tilfinningu að sigra crossfit-keppnir.
Katrín Tanja þekkir vel þá tilfinningu að sigra crossfit-keppnir. Ljósmynd/Facebook

Hreystimennið Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit sem fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta gerði hún með því að vinna „Fittest in Cape Town“ mótið sem hófst í Höfðaborg á fimmtudag og lauk fyrr í dag.

Hélt forystu alla keppni

Katrín Tanja sigraði í fjórum af 10 greinum mótsins og náði forystu strax á fyrsta degi sem hún hélt að lokum mótsins. Í öðru sæti voru Mia Åkerlund frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Alessandra Pichelli frá Ítalíu.

Íslensku crossfit-áhugafólki er enn í fersku minni þegar Katrín Tanja sigraði heimsleikana árin 2015 og 2016 en hún lenti í þriðja sæti á leikunum í fyrra. Þá lenti Annie Mist Þórisdóttir, sigurvegari heimsleikanna árin 2011 og 2012, í fimmta sæti en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir þurfti að draga sig úr keppni sökum gamalla meiðsla sem tóku sig upp á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert