Aron Máni var fánaberi

Íslenski hópurinn á leið á setningarhátíðina.
Íslenski hópurinn á leið á setningarhátíðina. Ljósmynd/ÍSÍ

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu. Setningarhátíð leikanna fór fram í gærkvöldi og lokahátíð leikanna fer fram að kvöldi 16. febrúar.

Aron Máni Sverrisson, keppandi í alpagreinum, var fánaberi Íslands á setningarhátíðinni. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar.

Aron Máni Sverrisson var fánaberi.
Aron Máni Sverrisson var fánaberi. Ljósmynd/ÍSÍ

Íslendingar eiga 12 keppendur á hátíðinni, auk þjálfara og flokksstjóra, dómara, sjúkraþjálfara og aðalfararstjóra. Eftirtaldir munu taka þátt í leikunum fyrir Íslands hönd:

Alpagreinar:

Andri Gunnar Axelsson keppandi

Aron Máni Sverrisson keppandi

Guðfinna Eir Þorleifsdóttir eppandi

Helga Björk Árnadóttir þjálfari

Magnús Finnsson flokksstjóri og þjálfari

Snjóbretti:

Baldur Vilhelmsson keppandi

Birkir Þór Arason keppandi

Bjarki Arnarsson keppandi

Kolbeinn Þór Finnsson keppandi

Einar Rafn Stefánsson flokksstjóri og þjálfari

Listskautar:

Marta María Jóhannsdóttir keppandi

Darja Zajcenko flokksstjóri og þjálfari

María Fortescue dómari

Skíðaganga:

Egill Bjarni Gíslason keppandi

Fanney Rún Stefánsdóttir keppandi

Jakob Daníelsson keppandi

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir keppandi

Vadim Gusev flokksstjóri og þjálfari

Tormod Vatten þjálfari

Í fararstjórn á vegum ÍSÍ eru eftirtaldir:

Örvar Ólafsson fararstjóri

Mundína Ásdís Kristinsdóttir sjúkraþjálfari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert